Njótum Íslands saman

Sjáumst við Mývatn! #Visitmyvatn

 

Undur Mývatns

 

Vinsælustu stoppin

Hér eru þeir staðir sem við mælum með að allir skoði á ferðalagi sínu um svæðið. #NjótumSaman

Skútustaðir Pseudocraters with Vindbelgjarfjall in backgroundSkútustaðagígar

Skútustaðagígar eru gervigígar sem mynduðust við gufusprengingu þegar hraun rann yfir votlendi. Gígarnir eru vinsæll staður til fuglaskoðunar og eru þeir friðlýstir sem náttúruvætti.

Goðafoss

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður! Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við fossinn síðustu ár og aðgengi að honum til fyrirmyndar.

Hverfjall/fell

 Í Hverfjalli er stór, hringlaga sprengigígur, um 140 m djúpur og um 1000 m í þvermál. Hverfjall er í röð fegurstu og reglubundnustu sprengigígamyndana sem getur að líta á Íslandi og talið í röð þeirra stærstu sinnar tegundar á jörðinni. Telja má víst að gígurinn hafi myndast við sprengigos og er aldur þess áætlaður 2800-2900 ár.

Vaglaskógur

Vaglaskógur er talinn einn stærsti og fegursti skógur landsins. Hann er vinsæll til útivistar og um hann liggja margar skemmtilegar merktar gönguleiðir. Á Vöglum er starfstöð Skógræktarinnar en þar er starfsemi sem felst í umhirðu skóglenda Skógræktarinnar á Norðurlandi, grisjun, úrvinnslu og sölu afurða. Vaglaskógur er um miðbik Fnjóskadals, austan Fnjóskár. Stutt er til Akureyrar frá Vöglum, aðeins um 16 km um Vaðlaheiðargöng. Í jaðri skógarins finnur þú gömlu bogabrúna sem er ein elsta steinsteypta bogabrú landsins, byggð 1908. Hún er 55 m löng og var sú lengsta á Norðurlöndunum um langt skeið. Það er fátt sem toppar fallega kvöldsól á brúnni og við mælum með því að rölta yfir hana!

Högði við Mývatn

Höfði og Klasarnir á Kálfaströnd

Höfði er klettatangi sem gengur út í Mývatn. Útsýni er allgott af Höfðanum yfir Mývatn, voga þess og víkur og er kjörinn staður til fuglaskoðunar. Kálfastrandarvogur liggur meðfram Höfðanum og er sérstæður fyrir hraundrangamyndanir í voginum og við hann. Þessir drangar heita Klasar og Kálfastrandarstrípar en Kálfastrandarvogur og umhverfi Höfða þykir með fegurstu stöðum við M

Photo Credit: <a href="https://www.flickr.com/photos/10259776@N00/3672285389/">Stig Nygaard</a> Flickr via <a href="http://compfight.com">Compfight</a> <a href="https://creativecommons.org/licenses/by/2.0/">cc</a>

Dimmuborgir

Dimmuborgir eru sundurtættar hraunborgir með gróðri og kjarri. Í Dimmuborgum gefur að líta hvers konar furðumyndir, gatkletta og smáhella, sá frægasti er líklega Kirkjan, há og mikil hvelfing, opin í báða enda. Það er ekki síður mikil upplifun að fara í Dimmuborgir yfir vetrartímann og í desember er hægt að heimsækja jólasveinana sem búa þar.

Grenjaðarstaður

Grenjaðarstaður er glæsilegur torfbær í Aðaldal. Jörðin er landnámsjörð og fornt höfuðból, kirkjustaður og prestssetur, og þar var áður starfrækt pósthús. Grenjaðarstaður þótti á sinni tíð mestur og reisulegastur allra bæja í héraðinu, enda um 775 m2 að stærð, einn stærsti torfbær landsins. Elsti hluti hans var reistur árið 1865 en búið var í bænum til 1949.
Árið 1958 var hann opnaður sem byggðasafn með á annað þúsund gripa sem fólk hafði gefið í safnið. Það er einstök upplifun að ganga um bæinn og ímynda sér hvernig fólk lifði þar, bæði fyrir börn og fullorðna.

Vakin er athygli á að aðgengi fyrir fólk í hjólastólum er ekki gott.

Grjótagjá

Grjótagjá er lítill hellir í Mývatnssveit og var eftirsóttur baðstaður á árum áður. Við jarðhræringarnar á þessum slóðum á árunum 1975-1984 hækkaði hitastig vatnsins svo mjög að ekki hefur verið hægt að baða sig þar síðan. Virkilega skemmtilegt að kíkja ofaní hellinn og láta sig dreyma um að baða sig í þessum flotta helli.

Askja Caldera

Askja, Herðubreið og Drekagil

Askja er eldstöð, staðsett á hálendinu og er því aðeins aðgengileg yfir sumarmánuðina. Í Öskju er Öskjuvatn en það er dýpsta stöðuvatn á Íslandi og við hliðina á Öskjuvatni er gígurinn Víti. Vatnið í gígnum er enn um 22 gráður og er vinsælt að baða sig þar, enda mikil upplifun. Náttúran er stórbrotin á þessum afskekta stað uppá hálendi Íslands. 
Friðlýst 1978. Askja tilheyrir Vatnajökulsþjóðgarði.
Vegur F88 liggur frá þjóðvegi 1 um Herðubreiðarlindir að Drekagili. Á leiðinni eru tvö vöð sem geta verið ófær minni jeppum. Frá Drekagili liggur vegur F894 að bílastæði nærri Öskju. 

Fjallið Herðubreið er svo tignarlegt að það gengur undir nafninu drottning íslenskra fjalla. Fjallið er svo reglulegt, hreint í línum og fagurskapað að vart finnst líki þess í íslenskri fjallagerð.
Vegurinn að Herðubreið er einungis fær yfir sumartímann.

 

Hverir Mývatn
Krafla

Námafjall og Hverir

Námafjall og umhverfi þess er háhitasvæði. Þétt sprungubelti liggur yfir allt Námafjallssvæðið, en meginuppstreymið er austan við fjallið og hefur það gengið síðustu ár undir nafninu Hverir. Á því svæði eru margir gufu- og leirhverir, en engir vatnshverir. Leirhverirnir eru stórir og áberandi, en gufuhverirnir eru margir borholur sem búið er að hlaða grjóti yfir. Jarðvegur er ófrjór og gróðurlaus á háhitasvæðinu og mjög súr vegna áhrifa hveraloftsins og brennisteins.

Aldeyjarfoss

Aldeyjarfoss er talinn fegursti fossinn í Skjálfandafljóti. Fagrar stuðlabergsmyndanir ramma inn fossinn og þar er líka að finna marga skessukatla. Vegur liggur alla leið að honum vestan Skjálfandafljóts. 

Stóra Víti in Krafla, Mývatn

Stóra-Víti

Stóra - Víti er gríðarstór sprengigígur um 300 m í þvermál. Gígurinn myndaðist við mikla gossprengingu við upphaf Mývatnselda árið 1724. Gosið stóð meira og minna samfellt í 5 ár en leirgrauturinn í Víti sauð í meira en heila öld á eftir.
Víti er við Kröflu og er malbikaður vegur þar upp að frá þjóðvegi númer 1.

 

Sjá meira
Fossarnir

Hér eru upplýsingar um þá fossa sem þú þarft að skoða í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit! 

#VisitMyvatn #NjótumSaman

Aldeyjarfoss er talinn fegursti fossinn í Skjálfandafljóti. Fagrar stuðlabergsmyndanir ramma inn fossinn og þar er líka að finna marga skessukatla. Vegur liggur alla leið að honum vestan Skjálfandafljóts. Rétt sunnan við Aldeyjarfoss er svo að finna Hrafnabjargafossa.

 

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður í 4 meginhlutum. Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring.

Klettar á skeifulaga fossbrúninni greina Goðafoss í tvo meginfossa sem eru 9 og 17 metra háir og steypast fram af hraunhellunni skáhalt á móti hvor öðrum. Goðafoss er einungis spölkorn frá þjóðvegi 1, vel merktur og ætti varla að fara fram hjá nokkrum sem þarna á leið um. Fyrir þeim sem koma að austan blasir hann við þegar ekið er ofan af Fljótsheiði.

 

Dettifoss er aflmesti foss Íslands. Hann er 44 metra hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Mikilfenglegur foss og smæð mannsins birtist þar óvenju skýrt.
Frá vegi 85 liggur vegur 864 framhjá Dettifossi austanverðum að þjóðvegi 1. Vegur 864 er malarvegur og þarf ökuhraði að miðast við aðstæður hverju sinni. Vegurinn lokast í byrjun október og er opnaður seinnihlutann í maí.

Vestanmegin Jökulsár er vegur 862. Hann er fær öllum bílum að Dettifossi. Athugið að hluti af þessum vegi var áður flokkaður sem fjallvegur (frá Vesturdal að Dettifoss) en frá og með 2011 er vegurinn skilgreindur sem malarvegur og því fær öllum bílum. Vegfarendur þurfa þó að miðað ökuhraða við ástand vegarins hverju sinni.

 Photo Credit: <a href="https://www.flickr.com/photos/97006177@N00/36232240706/">Anna & Michal</a> Flickr via <a href="http://compfight.com">Compfight</a> <a href="https://creativecommons.org/licenses/by/2.0/">cc</a>

Jökulsárgljúfur tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði og umhverfi þeirra hafa heillað margan ferðalanginn. Fossasamtæða Jökulsár á Fjöllum með  Selfoss, Dettifoss, Hafragilsfoss og Réttarfoss á sér fáa líka á jörðinni. Stórkostlegt umhverfi Jökulsárgljúfra er mótað af vatni, eldum og ís. Gífurleg hamfarahlaup eru talin hafa myndað og mótað gljúfur, gil, klappir og byrgi. 

 

Sjá meira
Dalirnir

Í Þingeyjarsveit er fjöldinn allur af náttúruperlum Íslands, meðal annars Goðafoss, Aldeyjarfoss og Vaglaskógur. Gisti- og afþreyingarmöguleikar eru fjölmargir og staðsetningin fullkomin til þess að koma sér vel fyrir á meðan þú nýtur alls þess sem Norðurland eystra býður upp á. 

Sveitarfélagið er mjög víðfeðmt, allt frá Flatey á Skjálfanda suður undir Vatnajökul. Mannlíf er fjölbreytt og gróskumikið og atvinnuvegir fjölbreyttir; landbúnaður, fiskvinnsla, skógrækt, og ferðaþjónusta. Sveitarfélagið byggist að stóru leyti upp af nokkrum samliggjandi dölum, sem eru þrátt fyrir nálægð ákaflega ólíkir. 

Fnjóskadalur

Flestir kannast við Vor í Vaglaskógi, þar sem lindin niðar og birkihríslan grær. Vaglaskógur er í Fnjóskadal sem er vestasti partur Þingeyjarsveitar. Hann er einn stærsti birkiskógur landsins og að margra mati sá fallegasti. Vaglaskógur er útivistarparadís með fjölmörgum gönguleiðum sem henta öllum aldri. Í skóginum og í nágrenni hans eru frábær tjaldsvæði þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og friðsældin er engri lík. Í 11 km fjarlægð eru Illugastaðir þar sem hægt er að fara í sund og spila mini-golf og stuttu frá er dýragarðurinn Daladýrð. Ef þú vilt fara í hefðbundið golf er hinn margrómaði Lundsvöllur, eftirlæti golfara, rétt sunnan við Vaglaskóg.

Í jaðri skógarins finnur þú gömlu bogabrúna sem er ein elsta steinsteypta bogabrú landsins, byggð 1908. Hún er 55 m löng og var sú lengsta á Norðurlöndunum um langt skeið. Það er fátt sem toppar fallega kvöldsól á brúnni og við mælum með því að rölta yfir hana!

Það er ekki að ástæðulausu að skáldin yrkja um Fnjóskadal, veðursældin svíkur ekki og vert að taka frá nokkra daga og njóta og skoða svæðið.

Flateyjardalur

Úr norðanverðum Fnjóskadal er hægt að keyra norður Flateyjardalsheiði og niður í eyðidalinn Flateyjardal. Frá Þverá í Fnjóskadal út að sjó eru um 35 km. Flateyjardalur er mikið vetrarríki, heiðin er í 220 metra hæð og vegurinn er einungis fær á sumrin. Nauðsynlegt er að vera á jeppa og símasamband er lélegt og stopult. 

Á leiðinni er tignarlegt landslag og rík saga eyðibyggða. Flateyjardalur fór í eyði um miðja 20. öld vegna erfiðra samgangna. Brettingsstaðir var síðasti bærinn til að fara í eyði árið 1953. Í dalnum standa enn þrjú reisuleg hús sem eru notuð sem sumarhús. Flateyjardalur er paradís norðursins og draumaland göngumannsins, kyrrðin er mikil og berjaland gott. Að fara með fjölskylduna og nesti út á Flateyjardal er uppskrift að góðum degi!

Bárðardalur

Langar þig að skoða nokkra af mögnuðustu fossum landsins? Þá mælum við með Bárðardal enda er hann heimili þriggja fegurstu fossana! Bárðardalur er einn lengsti byggði dalur á Íslandi, teygir sig um 45 kílómetra til suðurs, inn að mörkum Sprengisands og Ódáðahrauns. Dalbotninn er nokkuð sléttur og þakinn grónu hrauni, Bárðardalshrauni, sem er talið um 9000 ára gamalt. Í Bárðardal mætast gamli og nýi tíminn og friðsældin er áþreifanleg. Jökulfljótið Skjálfandafljót rennur niður dalinn miðjan. Fljótið er það fjórða lengsta á landinu, um 180 km og rennur alla leið frá Vatnajökli til sjávar í Skjálfanda. Hinn máttugi Goðafoss er í norðurenda Bárðardals en í suðurendanum eru Aldeyjarfoss og Hrafnabjargafoss. 

Þú getur keyrt inn Bárðardal beggja vegna Skjálfandafljóts. Það er brú innarlega í dalnum og við mælum með hringferð. Til þess að komast upp að Aldeyjarfossi og Hrafnabjargafossi þarftu að vera vestan megin við fljótið. Úr Bárðardal kemstu einnig upp á Sprengisand en vertu viss um að vera á hentugum bíl og athugaðu ástand vega áður en þú heldur upp á hálendið.

Aðaldalur

Aðaldalur liggur frá botni Skjálfandaflóa og nær allt suður að Vestmannsvatni, þar sem Reykjadalur tekur við. Við Skjálfandaflóa eru breiðir sandar og Aðaldalshraun þekur mestan hluta sléttlendisins, enda er það um 100 ferkílómetrar að stærð. Hraunið er einstaklega fallegt og víða vel gróið, vaxið birki, eini og lyngi.  

Grenjaðarstaður er glæsilegur torfbær í Aðaldal. Jörðin er landnámsjörð og fornt höfuðból, kirkjustaður og prestssetur. Grenjaðarstaður þótti á sinni tíð mestur og reisulegastur allra bæja í héraðinu enda einn stærsti torfbær landsins. Það er einstök upplifun fyrir börn og fullorðna að ganga um bæinn og ímynda sér lífið forðum daga, hví ekki að kíkja í heimsókn? 

Laxá í Aðaldal er önnur vatnsmesta bergvatnsá landsins og ein þekktasta laxveiðiáin.  Hún á upptök sín í Mývatni sem er í 277 m hæð yfir sjó. Hún rennur um Laxárdal, síðan Aðaldal og fellur til sjávar í Skjálfandaflóa. Fram úr Laxárdal ganga Laxárgljúfur og þar eru Laxárstöðvarnar þrjár sem eru vatnsaflsvirkjanir. Þær standa á litlu svæði neðarlega í Laxárdal, sú neðsta á mótum Laxárdals og Aðaldals. Virkjanasvæðið er einstaklega áhugavert að skoða!

Laxárdalur

Það er erfitt að koma fegurð Laxárdals í orð, það skilja þeir sem þangað fara. Dalurinn er grunnur og liggur á milli lágra heiða. Hraun þekur dalbotninn og lágar brekkurnar eru svo vel grónar að melar og klettar eru sjaldséð fyrirbrigði. Laxá leikur sér um hraunið, byltist í strengjum og liggur í hyljum. Sestu niður í ósnortinni náttúrunni og njóttu andartaksins!

Reykjadalur

Laugar í Reykjadal er þéttbýliskjarni sem hefur byggst upp á jarðhitasvæði. Á Laugum er löng og rík menntahefð. Þar er Framhaldsskólinn á Laugum og skólahald hefur verið samfleytt þar frá árinu 1925 þegar Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. 

Á Laugum er miðstöð stjórnsýslu í Þingeyjarsveit og ýmis önnur þjónusta í boði, svo sem banki, verslun og veitingastaður. Á sumrin er starfrækt hótel og á svæðinu í kring er fjöldi gistiheimila sem eru opin allt árið. Á Laugum er einnig tjaldsvæði, sundlaug og frábær aðstaða til íþróttaiðkunar.

Sjá meira
Norðurljósin

Það er ekki að ástæðulausu að við köllum okkur norðurljósahöfuðborg Íslands. Mývatn hefur alltaf verið vinsæll staður til að skoða norðurljósin en landslagið og endurspeglun vatnsins gerir norðurljósaupplifunina afar skemmtilega. Það er lítil ljósmengun á svæðinu og mikið landslag sem að, fyrir áhugaljósmyndara eða atvinnuljósmyndara, gerir myndina þeim mun fallegri. Norðurljós sjást vel frá september og út mars. 



Norðurljós Dimmuborgir

Norðurljós yfir Mývatni við Klasa, Höfða

Sjá meira